149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:19]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég velti líka fyrir mér tekjunum eða gjaldtökunni af eldinu. Það er annað frumvarp væntanlegt, skil ég af orðum ráðherra. Er í því eða þessu frumvarpi einhvers staðar gert ráð fyrir tekjum til sveitarfélaga af eldinu? Eða er það til umræðu á einhverjum enn öðrum stað í kerfinu? Fiskeldi getur byggst upp í jafnvel mörgum sveitarfélögum þó að tekjurnar skili sér bara til eins þeirra.

Hins vegar langaði mig að spyrja aðeins út í villtan laxastofn og skilgreininguna á villtum laxastofni, hvernig hann er skilgreindur í núinu. Hafa farið fram einhverjar rannsóknir á áhrifum (Forseti hringir.) seiðasleppingar í ár, fyrri sleppingu, á villta laxastofna nútímans?