149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:22]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna. Það er rétt hjá ráðherra að starfshópur var skipaður af þeim er hér stendur til að fara yfir fiskeldismálin. Mér þótti hins vegar á tímapunkti starfshópurinn aðeins ráfa út af brautinni þegar hann virtist vera farinn í það að semja fyrst og fremst milli Landssambands veiðifélaga og Landssamband fiskeldisstöðva um einhvers konar niðurstöðu.

En hvað um það, mig langar að spyrja ráðherra um tvennt. Mikið er lagt upp úr áhættumatinu í þessu frumvarpi og kannski er eðlilegt að gera það á einhverjum tímapunkti. Ég spyr því: Hvaða reynsla er komin á þetta áhættumat og hversu oft hefur það gerst að Hafrannsóknastofnun fái það mikla vald sem felst í frumvarpinu?

Í öðru lagi er skilgreining á villtum laxastofnum. Hvenær er laxastofn orðinn villtur í á? Segjum að það hafi verið sleppt í einhverja á árið 1985, (Forseti hringir.) er stofninn þá orðinn villtur í dag?