149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:23]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina og andsvarið. Ég veit ekki hvort þessi stofn er villtur. Hann ratar oft upp í árnar líka. Án gríns og spaugs kann ég ekki þá skilgreiningu. Ég veit ekki til þess að byggður hafi verið upp einhver laxastofn með þeim hætti. Uppruna laxastofns sem verður til á grunni sleppingar er örugglega hægt að rekja til árinnar. Þetta eru skilgreiningar sem ég kann ekki til fulls. En í frumvarpinu er skilgreining á villtum laxastofnum og það er Hafrannsóknastofnun sem tekur hana saman á grundvelli vísindalegra ályktana og í alþjóðlegu samhengi.

Reynslan af áhættumati er ekki löng. Þetta er tæki, þetta er nýbreytni sem við erum að þróa og Íslendingar hafa verið þar í forystu, Hafrannsóknastofnun, þar sem þetta hefur verið notað a.m.k. einu sinni og án þess að fyrir liggi í rauninni traustur (Forseti hringir.) lagagrunnur fyrir því tæki.