149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:27]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessa framsögu. Ég er með nokkur atriði sem mig langar til að fá skoðun hans á og svör við. Eitt af því felur í sér samráðið. Ég deili þeirri skoðun ráðherra að fiskeldi og náttúruvernd þurfi að fara saman. Slíkir eru hagsmunirnir fyrir íslenskt samfélag og þeir hagsmunir ná reyndar langt út fyrir íslenska landsteina í ljósi mikilvægis fiskeldis eins og það er orðið í matvælaframleiðslu almennt.

En í ljósi þess að þetta er það sem er helst tekist á um og við erum á upphafsstigum umræðunnar spyr ég fyrst hvort samráð hafi verið haft af hálfu hæstv. ráðherra við kollega hans í ríkisstjórn, þ.e. hæstv. utanríkisráðherra, og hvort menn séu sáttir þar á bæ. Er frumvarpið lagt fram í sátt þar á milli? Og síðan tengt því, í ljósi umræðunnar fram undan, spyr ég hvort málið hafi verið lagt fram án fyrirvara úr þingflokkum stjórnarflokkanna.