149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:31]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka andsvarið. Það eru allir sammála um að reyna að gera þetta með þeim hætti að við náum saman um það. Ég held að það sé forsendan að við höfum svona þokkalega sameiginlega sýn á það hvert við viljum fara með þetta. Ég held að hún sé fyrir hendi alls staðar. Svo getur okkur greint á um aðferðirnar og einhver skref á þeirri leið.

Í mínum huga er alveg óumdeilt að við þurfum og eigum — og erum raunar með það í vinnslu — að leggja gjald á fyrirtækin sérstaklega varðandi afnot af svæðum sem fara undir þetta. Eins og ég sagði áðan fór það á sama tíma inn í samráðsgáttina og við erum að vinna úr þeim athugasemdum sem voru miklar og margbreytilegar en auðnaðist ekki að koma þeim tímanlega inn til þingsins. Það bíður því væntanlega í viku eða eitthvað því um líkt. Það er á leiðinni, svo það sé sagt.

Það sem við erum með í frumvarpinu er rannsóknaþátturinn sérstaklega (Forseti hringir.) sem er fjármagnaður af fyrirtækjunum sem greiða ákveðið gjald og það er hækkað úr 12 SDR í 20 fyrir hvert tonn. Það er til að standa undir rannsóknarkostnaði númer eitt, tvö og þrjú.