149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

breyting á starfsáætlun.

[13:30]
Horfa

Forseti (Brynjar Níelsson):

Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum nú í hádeginu breytingu á starfsáætlun þannig að næstkomandi mánudegi, 11. mars, sem ætlaður var sem nefndadagur, verði breytt og mun þingfundur hefjast kl. 15 þann dag. Á þeim þingfundi verði lokið 1. umr. um 647. mál, fiskeldi, sem er stjórnarfrumvarp frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svo málið geti gengið til nefndar.

Þá er það einnig ósk forseta að þingflokkar ljúki fundum sínum fyrir kl. 14 þann dag svo nefndir geti nýtt tímann kl. 14–15 til fundarhalda.