149. löggjafarþing — 79. fundur,  18. mars 2019.

viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[14:44]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég get orðað þetta mjög skýrt, og það kom mjög skýrt fram í ræðu minni, að ég lít ekki svo á að Mannréttindadómstóll Evrópu sé nýttur af annarlegum öflum í pólitískum tilgangi. Annars myndi ég ekki hafa hafið ræðu mína á því að segja að við þyrftum að taka þennan dóm alvarlega. Ef ég liti svo á að þetta væri pólitískur hráskinnaleikur hefði ég ekki hafið ræðuna þannig. Ég vona að hv. þingmönnum sé algjörlega ljóst að þegar ég segi að við tökum þennan dóm alvarlega þýðir það að við tökum hann alvarlega. Við gerðum það ekki ef þetta væri mat okkar.