149. löggjafarþing — 79. fundur,  18. mars 2019.

viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[14:50]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil vel vangaveltur hv. þingmanns og þess vegna munum við óska eftir fundi síðar í þessari viku. Það er hæstv. dómsmálaráðherra sem heldur utan um málið. Ég vænti þess að hún muni fara yfir hvernig hún sér fyrir sér að tímalínan þróist. Þar munum við geta farið nánar yfir gögn málsins. Ég ætla að láta það svar duga að við munum kalla til fundar í vikunni og þá ættum við hafa skýrari sýn á tímalínuna. Nú eru allir aðilar að vinna eins hratt og ötullega og þeir geta til að leysa málið en ég vil ítreka enn og aftur að mjög mikilvægt er að við vöndum okkur í hverju skrefi.