149. löggjafarþing — 79. fundur,  18. mars 2019.

viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[14:56]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vænti þess að sjálfsögðu að forseti þingsins og yfirstjórn þess muni fara yfir það sem beinlínis varðaði ákvörðunina, sem vissulega var tekin út frá því mati manna að hún stæðist þingskapalög þar sem eðlilegt væri að taka einstaka liði saman í atkvæðagreiðslu. Það var niðurstaðan á þeim tíma. Hún var ekki út í loftið.

Ég lít hins vegar svo á, í ljósi þessarar niðurstöðu, að Alþingi muni fara yfir það í sínum ranni. En þessi niðurstaða var ekki úr lausu lofti gripin, bara svo það sé sagt. Það var vitnað til fordæma um það hvernig Alþingi hefur haldið á málum áður og afgreitt mál. En ég vænti þess að Alþingi fari yfir niðurstöðu dómsins með þetta sjónarmið í huga.