149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

stjórn fiskveiða.

724. mál
[16:44]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Páli Jónssyni góða ræðu. Mig langar að spyrja hann að einu: Telur þingmaðurinn að fiskstofnum landsins væri hætta búin ef allir bátar fengju sína 48 daga óháð mánuðum eða vikudögum? Það væri sem sagt á svipuðum forsendum og núna þannig að menn gætu raunverulega valið sér dagana sjálfir. Þá væri aflaþak á dag en ekki aflaþak á landsvísu og engin svæðisskipting. Telur hv. þm. Sigurður Páll Jónsson þetta vera einhvers konar lausn í því sem hann var að tala um í sambandi við veiðitímabilið?