149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

stjórn fiskveiða.

724. mál
[16:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég tel alveg öruggt að það er ekki fiskstofninum til hættu að útfæra þetta á þennan hátt, ef ég skil þingmanninn rétt meinar hún að þá yrði ekki pottur eða slíkt. En fiskstofninum væri ekki hætta búin. Við erum með aflareglu, 20% af mældum hrygningarstofni er veiðistofn og við höfum ekki einu sinni náð honum undanfarin ár. Þannig að fiskstofnunum væri ekki hætta búin út af því. Ég held að þetta þyrfti að komast til umræðu á þingi og kannski leggur hv. þingmaður fram frumvarp þess efnis í komandi framtíð.