149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Samkomulag er um fyrirkomulag fyrri umr. um fjármálaáætlun 2020–2024 sem verður í dag og á morgun og lýkur svo með lokaumferð á fimmtudagsmorgun. Í dag verður almenn umræða um fjármálaáætlunina í framhaldi af framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Að henni lokinni munu fagráðherrar taka þátt í umræðum um einstaka málaflokka í kvöld og á morgun.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur allt að 15 mínútur til framsögu og verða leyfð lengd andsvör, þ.e. tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt andsvör við ræðu ráðherra. Eftir það talar einn talsmaður frá hverjum þingflokki. Gilda þá venjulegar ræðutímareglur og verða leyfð andsvör í þeim hluta umræðunnar.