149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:41]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er þannig, eins og hv. þingmaður veit, að forsendurnar í spá Hagstofunnar voru m.a. þær að ferðamönnum fækkaði, minni vöxtur yrði í einkaneyslu, samdráttur í atvinnuvegafjárfestingum o.s.frv. Búið var að gera ráð fyrir töluverðu af slíku í þeirri hagspá sem við erum með hér undirliggjandi.

Varasjóður er m.a. til að bregðast við launamálum, eins og hv. þingmaður veit. Það er ekkert óeðlilegt á kjarasamningsári, að mínu mati að minnsta kosti, að þar sé meira undir en alla jafna. Hann er auðvitað ekki eingöngu fyrir það eins og við þekkjum. Þess vegna get ég ekki sagt að þetta sé ekki inni í málaflokknum og að stefnu skorti þess vegna. Mér finnst þetta einmitt ágætisstefna, menn reyna að undirbúa sig undir það ef eitthvað gerist eða menn leggja ekki af stað með í upphafi, heldur getur niðurstaðan orðið með öðrum hætti, eitthvað umfram það sem menn leggja af stað með.

Ég tel að skynsamlegt sé að hafa varasjóðinn stærri en minni út af þessu.