149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Sú stefna ríkisstjórnarinnar sem hv. þingmaður samþykkti og stjórnarliðar samþykktu allir og virtust ánægðir með er að bíta núna í niðursveiflunni og ég held að við sjáum það öll og það sé óumdeilt.

Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra talaði svona utan í það hér fyrr í dag að það gæti verið sniðug hugmynd að breyta fjármálastefnunni ef hagvöxtur, sem nú er gert ráð fyrir að verði 1,7%, færi á árinu 2019 niður í 0. Telur hv. þingmaður að lög um opinber fjármál leyfi breytingu á fjármálastefnu við þær aðstæður, þ.e. ef hér verður enginn hagvöxtur, hann færi niður í 0 en verði ekki 1,7%?