149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi einmitt þennan hagfræðitexta þá er ég ekki alveg viss um að hann eigi heima í fjármálaáætlun þegar allt kemur til alls. Að sjálfsögðu ætti hann að vera einhvers staðar til en ekkert endilega í fjármálaáætluninni, kannski í þjóðhagsspánni eða á öðrum sviðum sem fjármálaáætlun vísar þá kannski til, svona til að létta á því blaðsíðnaálagi sem vill oft verða hérna, blaðsíðnaverðbólgu.

Hitt sem mig langar til þess að spyrja hv. þingmann um er um þróunina á varasjóðnum út áætlunartímabilið. Núna ferfaldast almenni varasjóðurinn og við höfum átt nokkuð góðar umræður um notkun á honum í hv. fjárlaganefnd. Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að ferfaldur almennur varasjóður, miðað við núna, verði notaður á í lok fjármálaáætlunarinnar?