149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:35]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Þorsteini Víglundssyni síðara andsvar hér og góðar og mikilvægar spurningar sem við þurfum að fara í gegnum í þessari umfjöllun. Í dvínandi hagvexti erum við sannarlega að draga aðeins úr raunaukningu útgjalda án þess að falla frá stefnumiðum. Það er kannski mikilvægt að horfa á þetta í samneyslunni sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þar birtist það í raun hvort við höfum efni á því að vinna inn á þá innviðaskuld sem við söfnuðum eftir efnahagshrunið. Þar horfum við á tiltölulega jafnt hlutfall, rétt innan við 11%, og það hefur haldið sér á sama tíma og við höfum aukið raunútgjöld.

Varðandi gólfið þá er það hárrétt hjá fjármálaráði að vissulega hefði verið auðveldara að takast á við þetta ef við hefðum skilið eftir meira svigrúm, meiri afgang.