149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:38]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir hans andsvar og spurningu sem lýtur að því sem hefur verið í vinnslu í félagsmálaráðuneytinu og svo hjá Tryggingastofnun, að reyna að leggja mat á það hvað þetta þýðir. Ég held að búið sé að vinna mat, nokkuð óyggjandi, og reikna varðandi 200 einstaklinga. Það hleypur á 400–600 milljónum samkvæmt mínum síðustu upplýsingum. Meira hef ég ekki fengið að sjá lengra inni í framtíðina. Við ráðum við þetta en við verðum að sjá hver staðan á þessu er áður en við getum klárað þetta. Jú, vissulega eru þetta fjármunir sem við þurfum að horfa til. Þetta er í vinnslu í félagsmálaráðuneytinu og hjá Tryggingastofnun. Þegar það liggur fyrir þá verða væntanlega teknar ákvarðanir út frá því.