149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:41]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég vil bara ítreka það að ég er nýbúinn að sjá þessar tölur, það var bara í gær eða í fyrradag sem félagsmálaráðuneyti og fulltrúar Tryggingastofnunar að ég held komu fyrir hv. velferðarnefnd.

Við í fjárlaganefnd höfum ekki fengið neinar nákvæmar upplýsingar um stöðu mála og þessar fjárhæðir liggja hreinlega ekki fyrir. Það má vel vera að í umfjöllun okkar um þessa áætlun muni koma frekari upplýsingar um málið. Við munum auðvitað kallað eftir því en málið er bara á þessu stigi og þess vegna er þetta ekki að finna í nákvæmum fjárhæðum í þessari áætlun. Það hlýtur hv. þingmaður að skilja.