149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[17:11]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og vona að ég fái svarið við síðari spurningunni. Ef ég skil hv. þingmann rétt þá telur hann aðhaldið almennt vera of lítið og þess vegna hlýt ég að spyrja, af því að Viðreisn hlýtur að vera búin að velta því fyrir sér hvar best væri að draga saman, í hvaða geirum eigi að gera það. Áherslan hefur verið fyrst og fremst á heilbrigðismálin, á samgöngurnar og menntamálin og svo núna á nýsköpunina þannig að maður hlýtur að velta því fyrir sér hvar það væri best.

Við búum í litlu hagkerfi. Það er alveg rétt. Mig langar í lokin, þó að þetta séu kannski margar spurningar, en þá er hægt að svara þeim, held ég, á þessari mínútu, að spyrja að einu svona praktísku: Telur hv. þingmaður að það sé skynsamlegt að setja bil í afkomumarkmiðin til að takast á við svona sveiflur? Ég held að það gæti verið eitt af því sem gæti skipt máli þegar kemur að aðstæðum eins og við stöndum frammi fyrir núna, að hafa eitthvert bil í þessu. En ég hvet hv. þingmann til að svara (Forseti hringir.) hinni spurningunni.