149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var einmitt þess vegna sem ég spurði, til að vera viss um að fjármálaáætlunin væri ekki að ýkja hagsveifluna niður á við frekar en annað. Mér finnst þetta áhugaverð umræða ef stefna stjórnvalda hingað til hefur byggt upp þann grunn sem við vinnum hérna út frá. Þá hefur hún væntanlega líka haft einhver áhrif á áttina að niðursveiflunni, einhvers konar þenslu sem springur og dettur niður. Það er áhugavert. Á sama tíma er talað um í fjármálaáætluninni að það sé uppi ákveðin óvissa til framtíðar og þess vegna sé svo mikið sett í varasjóðina. Ég hefði haldið að stefna stjórnvalda væri til að eyða óvissu en við erum búin að fá skilaboð um að það sé svo mikil óvissa til framtíðar þrátt fyrir stefnu stjórnvalda.