149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:38]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hvað er ríkisstjórnin að gera? Skattar hafa hækkað mest á þá tekjulægstu og millitekjuhópanna. Hvað ætlar hæstv. forsætisráðherra, sem fer fyrir málaflokki jafnréttismála í ráðuneyti sínu, að gera vegna kjaraviðræðna kvennastétta, stóru kvennastéttanna sem sagt er í fjármálaáætlun ríkisstjórnar að muni hækka um 0,5% milli áranna 2019 og 2020? Ef hækka eigi meira þá þurfi að skera niður, segir hæstv. fjármálaráðherra. Hvar ætlar ríkisstjórnin að skera niður? Það mun engin stétt samþykkja slíkt. Ekki einu sinni stóru kvennastéttirnar, sem þó hafa látið ríkisstjórnir undanfarinna ára, að þessari meðtalinni, bjóða sér upp á ýmislegt, eins og sjá má t.d. hjá ljósmæðrum, munu samþykkja það (Forseti hringir.) að fá 0,5% launahækkun.