149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:12]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég hafði það á orði fyrir nokkrum árum í öðru samhengi að það eina sem gerði Icesave 2 samninginn bærilegan væri samanburðurinn við Icesave 1. Annað væri það nú ekki. Það kom upp í huga minn núna því að vissulega er bætt í 4 milljörðum á ári til nýframkvæmda, en grunnpunkturinn er svo lágur. Það er búið að vera svo lítið til vegaframkvæmda svo lengi að menn eru að koma sér upp úr mjög lágum standard hvað nýframkvæmdir varðar. Ég held að við verðum að leita allra leiða til þess að komast hraðar áfram en þetta. Mér sýnist þetta líta út þannig að á árunum 2022, 2023 og 2024 fari framkvæmdageta niður um 5,5 milljarða frá árinu 2020 og 2021 á ári og það er auðvitað staða sem er vart viðunandi. Ég vil brýna hæstv. samgönguráðherra að taka slaginn hvað þetta varðar.