149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. En ég vildi fá svör í sambandi við Reykjanesbraut. Það eru þessar umferðarteppur sem allir verða fyrir kvölds og morgna. Það virðist ekkert vera nein lausn þar. Maður verður að minnsta kosti ekki var við að það eigi að spýta í og setja mislæg gatnamót. Hvernig á að leysa vandann við Reykjanesbraut, gegnum Hafnarfjörð og Garðabæ og við Kaplakrika?

Síðan er annað sem ég sé hvergi þarna inni og það er í sambandi við Norrænu, Seyðisfjörð og Fjarðarheiðargöng. Þarna verða stíflur vetur, vor og haust og hvergi er minnst á þetta í neinni áætlun. Það er eins og þetta sé ekki til. Þarna koma ferðalangar með Norrænu að utan og þurfa að keyra þennan hættulega veg og gerð hefur verið krafa um að eitthvað verði gert í þessu sambandi. Hver er staðan?