149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í dag verður fram haldið umræðu um fjármálaáætlun með því að ráðherrar gera grein fyrir sínum málaflokkum og taka þátt í umræðu um þá. Röð ráðherra verður þessi: Heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra.

Rúmlega ein og hálf klukkustund verður áætluð fyrir hvern ráðherra og umræður um málaflokka hans. Ráðherrar hafa fimm mínútur í upphafi til að fjalla um málaflokka sína. Síðan geta þingmenn beint fyrirspurnum til ráðherrans, einn frá hverjum stjórnarflokki á hvern ráðherra, að undanskildum þingmönnum úr flokki viðkomandi ráðherra, og tveir frá hverjum stjórnarandstöðuflokki. Þingmenn og ráðherrar fá tvær mínútur í fyrra sinn og eina mínútu í seinna sinn í báðum umferðum. Andsvör verða ekki leyfð.