149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[14:29]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svörin. Ég fagna því að heyra að við séum að ræða þverfaglega nálgun og þá inni á heimilum fólks með forvarnir í huga og annað.

En að þjóðarsjóðnum. Ég er ekki búinn að lesa alla fjármálaáætlunina í gegn en samt sem áður hluta hennar og það sem ég er að reyna að skilja er hvort þjóðarsjóður sé nú þegar ætlaður til að treysta grunnstoðir landsins. Hversu miklu fjármagni er þá búið að ráðstafa umfram það sem við gáfum okkur í ræðu áðan inn í heilbrigðiskafla úr þjóðarsjóði?