149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[14:30]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Af þeim fjármunum sem eru arðgreiðslur úr Landsvirkjun erum við að tala um 6 milljarða á tímabilinu, fyrst 500 milljónir á árinu 2020 og svo hækkar það upp í 2 milljarða á þriðja ári og verður uppsafnað 6 milljarðar til viðbótar sem duga fyrir 130 rýmum.