149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:09]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir þetta svar og ég er mjög sáttur við það að svo komnu. Ég ætla að vinda mér yfir í áætlunina sem samþykkt var hér um afhendingaröryggi raforku á síðasta ári, í þingsályktunartillögu, og spyrja hvort sú áætlun sé á plani, hvort hún sé á áætlun, hvort áætlanir standist. Og hvað getur ráðherrann sagt okkur um stöðuna á tengingum þriggja fasa rafmagns en mörg svæði hafa orðið út undan í því undanfarin ár og áratugi? Ég hef aðeins heyrt að það sé komið á einhverja siglingu. Erum við kannski að fara að sjá til lands í þeirri vegferð?