149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:45]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég held að það sem hv. þingmaður er hér að nefna sé nokkuð sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa í verulegum mæli að búa sig undir og hugsa um, þ.e. ég er þeirrar skoðunar að þessi ótrúlega mikla samkeppni hér yfir hafið sé að einhverju leyti ekki sjálfbær og geti ekki staðið undir sér til lengri tíma. Það sýna erfiðleikar flugfélaga víða um heim.

Við fórum til Nýja-Sjálands í fyrra eða hvenær það var en þar eru miklu lengri flugleiðir þannig að þar fljúga mjög fá lággjaldaflugfélög en þau eru með mjög sterkan fókus á hvaða flugfélög þau vilja fá til landsins. Þar byggja þau bara á fáum flugfélögum en þau eru sterk þannig að þar eru þau bara með annan grunn. Það er ekki endilega (Forseti hringir.) verri grunnur en okkar, sérstaklega ekki ef okkar er síðan ekki sjálfbær eftir allt saman.