149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:50]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Við snúum okkur þá kannski að hinu, hvort markaðsherferð sé fyrirhuguð af hennar hálfu og hennar ráðuneytis. Við munum t.d. eftir því þegar við hleyptum af stokkunum Inspired by Iceland sem vakti mikla lukku og talið að það hafi kannski aðstoðað okkur verulega — með Eyjafjallajökli og Justin Bieber — við að hingað fór að streyma mikið af ferðamönnum. Mig langar að vita hvort það sé eitthvað í kortunum í sambandi við það.