149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:06]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég ætla að fara nánar yfir OECD-verkefnið vegna þess að ég er svo æsispennt yfir því og vona að fólk hafi áhuga á því verkefni af því að ég trúi að þar felist ótrúleg tækifæri til að gera betur. Þau lönd sem hafa farið í þetta verkefni telja sig geta merkt aukinn hagvöxt eftir það til framtíðar.

Hvað varðar niðurskurð til háskólanna er það nú ekki í samræmi við þá ríkisstjórnarfundi sem ég hef setið þar sem þau mál hafa verið rædd, frekar séum við að bæta enn frekari fjármunum í það kerfi. Ef hv. þingmaður er að vísa í lánasjóðinn og áhrifin þar á eru skýringar á því. En ég get ekki tekið undir að það sé með nokkru móti verið að skera niður til háskólanna í þessari áætlun.