149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:13]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Þetta er alveg rétt en alla jafna setjum við okkur markmið sem m.a. byggja á ákveðnum spám. En eins og ég segi er þetta uppfært árlega og það kann að vera að okkur takist, og ég vona að það, að hækka þessa prósentu fyrir viðmið til framtíðar á næsta ári.

Hvað varðar samvinnu við sjávarútveginn — og þá komum við líka inn á orkuskipti á höfnum og öðru slíku — höfum við látið vinna ákveðna vinnu sem kortleggur hvar þörfin er, hvar tækifærin eru og hver kostnaðurinn er. Kostnaðurinn er náttúrlega töluverður. Við höfum hingað til og munum á næstu misserum leggja meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum á landi en hinu, af því að við erum komin lengra þar og hægt að ná töluverðum árangri fyrir töluvert minna fé. Við erum með aukna áherslu á það. Þess kann auðvitað að sjá stað í öðrum markmiðum á öðrum stöðum.