149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[16:19]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Bara þannig að ég skilji þetta alveg varðandi þá fjármuni sem eru í fjármálaáætluninni, er þá er gert ráð fyrir framlagi þjóðarsjóðs í þeim tölum, eða er framlag þjóðarsjóðsins þar fyrir utan?

Síðan er annað, af því að allt gerum við þetta til þess til að auka þjóðarhag og auka útflutning. Forstjóri eins stórs nýsköpunarfyrirtækis sagði á fundi fyrir nokkrum árum síðan að það væri mjög erfitt að stunda nýsköpun á Íslandi vegna þess að það væri eins og að sprotarnir kæmu upp úr jökulfarvegi og svo kæmi jökulhlaup og þurrkaði út allt sem í farveginum er.

Hefur ráðherra ekki áhyggjur af því að efnahagsástand, sveiflur í efnahag, lítill, óstöðugur gjaldmiðill, geri það í rauninni ómögulegt til lengri (Forseti hringir.) tíma litið að ná hinu róttæka og metnaðarfulla markmiði að við verðum í fremstu röð meðal heimsþjóðanna á þessu sviði?