149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:09]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Ég vil aðeins taka við þar sem ráðherra endaði. Liður í því að efla menntun í landinu og hækka menntunarstig þjóðarinnar er, eins og ég skil, að minnka brotthvarf úr framhaldsskóla. Ég er enn og aftur með þá spurningu í höfðinu um að hækka menntunarstig, hvort það þýði að allir fari upp á svokallað háskólastig eða hvort við ætlum að gera það ljóst að menntun á framhaldsskólastigi, iðnmenntun sem er þá til meistaraprófs, sé jafngild og þar með talin til hækkunar á menntunarstigi. Þetta er svona pínulítið þvælast um í höfðinu á mér.

Ég sé í fjármálaáætlun að leggja eigi sérstakt framlag til að efla íslenskukennslu og mér finnst það mjög gott. Ég spyr: Er það inn í alla framhaldsskóla landsins?