149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:44]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Ég get þá ekki annað en hlakkað til að sjá komandi fjárlög til að finna þessu öllu stað. Ég held að það sé varla svigrúm innan þessarar áætlunar til að stíga alvöruskref og nauðsynleg í þessum efnum.

Eitt mál sem ég hef áður átt orðastað við hæstv. ráðherra um er vinnustaðanámssjóðurinn. Mér finnst það frekar klént markmið til næstu fjögurra ára að skoða hlutverk vinnustaðanámssjóðs. Á ekki að bæta í sjóðinn? Eða á að skoða hann áfram með óbreyttu fjármagni? Ég held að það sé mjög mikilvægt að efla hann vegna þess að einn hluti af því að hægt sé að ljúka iðnnámi er að komast út í atvinnulífið. (Forseti hringir.) Þetta er stórmál og ég bið hæstv. ráðherra að upplýsa mig um þetta.