149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:45]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það sem við höfum verið að gera varðandi starfs-, iðn-, verk- og tæknigreinarnar hefur auðvitað verið að gæta að því að styttingin á framhaldsskólastiginu leiði ekki til þess að fjármagnið í umferð minnki.

Með þessari skýru stefnumörkun sem kemur fram í ríkisfjármálaáætlun — og ég minni enn og aftur á að fyrsta markmiðið er að fjölga þeim sem útskrifast á framhaldsskólastiginu úr starfs- og tæknigreinum — þá erum við að beina því til framhaldsskólastigsins að forgangsraða enn frekar er varðar aðstöðu, vinnustaðanámssjóðinn og annað slíkt. Það er alveg skýrt hvað stjórnvöld vilja í þessu og líka hvað hagkerfið kallar á. Það er eftirspurn eftir þeim sem útskrifast úr starfsnáminu. (Forseti hringir.) Ég tel að svona forgangsröðun hafi ekki komið fram með jafn skýrum hætti áður.