149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þessi svör og ég trúi því alveg statt og stöðugt að þetta sé hennar stefna og hún muni fylgja henni eftir. En í áætluninni stendur að til að styðja við nýsköpun og þróun tæknigreina hafi verið ákveðið að styðja við nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð sem þróunarverkefni fyrir einn árgang, til 2024, held ég.

Það er nefnilega einmitt tölvuþróunin og tölvumenntunin sem hentar drengjum sem hafa fallið út. Ég vil hvetja til þessa. En ekki hafa þetta fyrir einn árgang, leyfið öllum að komast að í þessu sem vilja. Vegna þess að þarna værum við að ná til mjög stórs hóps drengja sem hafa flosnað upp úr skólum og við eigum að leyfa þeim að velja þessar greinar og hafa það opið þannig að þeir geti haft nóg framboð í sambandi við þetta.