149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:27]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég er sammála hv. þingmanni, þetta nýja nám í tölvuleikjagerð er mjög mikilvægt. Mér skilst að það fari mjög vel af stað og mikill áhugi sé á því. Ég deili þeim athugasemdum sem koma fram í máli hv. þingmanns þar sem hann vísar til stöðu ungra drengja í menntakerfinu og við erum með það sérstaklega til skoðunar.

Við sjáum það á háskólastiginu að ef við lítum á útskrifaða háskólanema eru 70% konur, 30% karlmenn. Á framhaldsskólastiginu er brotthvarfið meira hjá ungum drengjum en hjá ungum stúlkum. Eins á grunnskólastiginu er varðar læsi og þess vegna erum við að taka markviss skref. Við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætluninni, tel ég í fyrsta sinn, þar sem við teljum þetta vera áskorun í kerfinu okkar og við verðum að taka tillit til þess.

Ég vil nefna, virðulegur forseti, (Forseti hringir.) að eitt af því sem ég legg mjög mikla áherslu á er að efla læsi í víðasta skilningi. Vegna þess að það veitir þessi tækifæri og við þurfum að huga miklu betur að því og þingsályktunartillagan um íslenskuna er liður í því.