149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:39]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og get tekið undir margt sem þar kom fram, ekki síst lokaorð hæstv. ráðherra. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort reglur hér á landi víki að verulegu marki frá því sem gengur og gerist á Norðurlöndum og hvort ráðherra telji að reglur hér á landi hafi af þeim sökum í för með sér aukinn kostnað. Reyndar kom fram hjá fulltrúum dómsmálaráðuneytisins á fundi fjárlaganefndar að ástæðan fyrir fjölgun umsókna og þar með síhækkandi útgjöldum liggi í því að regluverkið er kostnaðarsamara hér á landi. Má vænta þess að regluverkið verði með sama hætti hér og á Norðurlöndum?

Herra forseti. Við viljum rétta nauðleitamönnum hjálparhönd og þá helst konum og börnum og því er mikilvægt að fé til málaflokksins nýtist sem best í því skyni.