149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:46]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Hvað varðar fyrri spurninguna meta dómararnir það svo að þau geti ekki dæmt í málum. Hvað þau gera á daginn er dómstólsins að taka ákvörðun um. Ég þekki það ekki og ég hef ekki, gæti ekki og mætti ekki hafa á því sérstaka skoðun eða koma slíkum skilaboðum til þeirra.

Hvað varðar síðari spurninguna taldi ég að sú breyting sem hv. þingmaður kom inn á hefði ekki verið nákvæmlega svona en ég þori ekki að fara inn á þá útfærslu. Almennt séð er ég þeirrar skoðunar að við eigum að liðka fyrir fólki til að flytja hingað til lands og vinna. En það þarf auðvitað að koma inn á réttum forsendum. (Forseti hringir.) Ef hv. þingmaður er að spyrja hvort þeir geti farið að vinna ef þeir koma inn með ósk um alþjóðlega vernd en fá ekki slíka samþykkt … (HVH: Á meðan þeir bíða …) (Forseti hringir.) Það er eitthvað sem ég væri opin fyrir að skoða en ég þekki ekki nógu vel til þess að svara.