149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:54]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Hvað varðar spurningu hv. þingmanns, um fjármagn í þessi kaup lögreglunnar, þá skilst mér að það snúi eingöngu að endurnýjun á þeim búnaði sem þegar er til staðar, þ.e. ekki er verið að boða nýja eða mjög umdeilda tegund búnaðar lögreglu heldur endurnýjun á því sem nú er.