149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:05]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þá ætla ég að bera niður næst í kafla sem varðar sýslumannsembættin. Þar kemur fram þetta bras sem hefur undanfarin ár verið á sýslumannsembættunum, sá halli sem hefur verið á þeim. Þingmenn í Norðausturkjördæmi eru t.d. nýlega búnir að fá póst frá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði, þar sem menn kvarta yfir því að þurfa að fara að skera niður. Hvernig sér hæstv. ráðherra fyrir sér að við getum farið að snúa þessari óheillaþróun við, sem hefur verið á sýslumannsembættunum undanfarin misseri? Sýslumannsembættin gegna mjög mikilvægu hlutverki víða um land að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við förum nú að spyrna við fótum og sýslumannsembættin fari að fóta sig.