149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:13]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessi málefni eru erfið úrlausnar en leita þarf ráða til að bæta hér úr og þó að peningar séu ekki allt skipta þeir samt máli.

Ég vil halda áfram með fanga sem eru veikir og eiga frekar heima annaðhvort á algerlega sérhæfðri stofnun eða inni á heilbrigðisstofnun. Eins og fangelsismálastjóri hefur sagt opinberlega býr hann við að vera með veika einstaklinga sem eiga ekki heima í fangelsum en kerfið ræður ekki við þann vanda þannig að heilbrigðiskerfið neitar að taka við þeim og fangelsismálayfirvöld geta ekki vísað fólkinu frá.(Forseti hringir.) Þetta er viðfangsefni sem ég held að sé afar brýnt að finna einhverja viðunandi lausn á og ég spyr hæstv. ráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því.