149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:17]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að slík aðstoð skiptir okkur mjög miklu máli og líklega erfitt að setja verðmiða á þessa blessuðu hunda. Það er alveg rétt að þjálfunin kostar fjármagn og tekur tíma en við höfum sett aukið fé í þjálfun hunda sem fer fram á Norðurlandi vestra, hjá embættinu þar. Það er því tryggt að þeir fjármunir sem þarf til að þjálfa nýja hunda eru til staðar og á réttum stað.