149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:18]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið sem er afskaplega ánægjulegt, myndi ég segja. Þá ætla ég á síðari stigum að venda mínu kvæði í kross og nefna Landsrétt, það millidómstig sem voru bundnar miklar vonir við. Ég ætla ekki að tala um dóma Mannréttindadómstólsins í þeim efnum heldur þau vonbrigði sem ég upplifi hvað varðar málshraða og mál í Landsrétti. Sem dæmi áfrýjaði Flokkur fólksins máli fyrir réttu ári síðan frá héraði og yfir í Landsrétt og var það sett á dagskrá ári seinna. Ég spyr því hæstv. dómsmálaráðherra: Er sá málshraði viðunandi, burt séð frá þeirri óvissu sem dómstóllinn stendur frammi fyrir í dag?