149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:19]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Fyrst út af spurningunni í fyrra máli hv. þingmanns um löggæsluáætlun um mannaflaþörfina. Við höfum yfirsýn yfir það hvernig henni er skipt, þ.e. 67% af mannafla fara í neyðarútkallsþjónustu, 10% í afbrotavarnir og 23% á hverjum tíma í rannsókn. Ég vildi bara koma því að.

Varðandi síðari spurninguna hef ég ekki kynnt mér nákvæmlega málsmeðferðartíma dómstiga en get þó sagt að dómskerfið í heild sinni er nokkuð vel fjármagnað. Það er eina sviðið í ráðuneyti dómsmála sem ekki þarf að bera aðhaldskröfu. Við höfum reynt að verja þetta málefnasvið og stuðla að því að það geti staðið við þá tímafresti sem það hefur.