149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:26]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Ég er viss um að ég og hv. þingmaður munum geta glaðst saman þegar löggæsluáætlun verður birt vegna þess að það var á svipuðum tíma sem við vorum að vinna að löggæsluáætluninni sömuleiðis í ráðuneytinu. Það er verið að gera þetta í fyrsta sinn. Á þeim tíma var verkefnið líka mun stærra, réttarvörsluáætlun og allt undir. En þessi áætlun er svo gott sem tilbúin og væri mögulega komin fram ef við hefðum ekki farið í gegnum undanfarna daga. Ég mun leggja mikla áherslu á það að kafa ofan í þessa áætlun, ganga formlega frá henni og koma henni út.