149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:32]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Fram kemur á blaðsíðu 272, með leyfi forseta:

„Þá er 80 millj. kr. framlagi varið til Útlendingastofnunar til fjölgunar starfsmanna með það að markmiði að fækka fjölda umsækjenda í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum og til þarfagreiningar og endurnýjunar á upplýsingakerfum.“

Í framhaldinu kemur svo fram að útgjaldasvigrúm málefnasviðsins hækki um 125 millj. kr. árið 2022 og aðrar 125 millj. kr. árið 2023 en ekki hafði verið ákveðið í hvaða verkefni því verði ráðstafað.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort til greina komi að nota þetta fé eða eitthvað af því til þess að bæta aðbúnað þeirra sem búa við þjónustu Útlendingastofnunar.