149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:33]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Það er vissulega ekki þannig að þetta sé fé í hendi að því leyti að þetta sé sjóður inni í ráðuneyti eða Útlendingastofnun til að nýta í hitt og þetta. Verkefnin á því sviði eru ótalmörg og fjármagnið dugir alls ekki til. Okkar verkefni fram undan er aðallega að finna út úr því hvernig við bregðumst við þeirri þróun að sjá fram á að fara verulega fram úr öllum áætlunum og höfum skyldu til að koma með tillögur hvað það varðar. Þær upphæðir eru því miður töluvert hærri en þær upphæðir sem hv. þingmaður nefndi í þetta verkefni.