149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:36]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Löggæsluáætlunin sem nú er til í drögum mun auðvitað þurfa að taka mið af fjármálaáætlun þessa árs og er þá verkefnið að tryggja að hún sé fjármögnuð til framtíðar. Hvað varðar það sem hv. þingmaður spurði um í lokin — ég veit einfaldlega ekki hvernig maður á að svara því. Finnst mér ásættanlegt að lögreglan geti ekki sinnt störfum sínum í X hluta tilfella? Það væri skrýtið ef ég svaraði því að mér fyndist það ásættanlegt. En þarna eru sett raunhæf markmið og það hlýtur að vera verkefnið, því að annars væri maður gagnrýndur fyrir að setja markmiðin í áætluninni sem ekki væri hægt að standa við. Þannig að þetta var snjöll spurning en mjög snúið að svara.