149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:44]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég spyr þá aftur hvort það væri ekki skynsamlegt að hæstv. ráðherra beitti sér fyrir því í ráðuneyti sínu að reynt yrði að leggja mat á þennan kostnað, þá er ég að vísa til Landsréttar.

Varðandi hinn þátt málsins, þ.e. trúmálin og þjóðkirkjuna, samkomulag og tengsl við þjóðkirkjuna, þá langar mig að spyrja hvort hæstv. ráðherrar búi yfir þeim upplýsingum eða geti hugsanlega frætt mig um það hvenær sé von á því að skýrslan sem ég gerði að umtalsefni gæti hugsanlega litið dagsins ljós. Það var óskað eftir henni í október 2018. Hún er komin vel fram yfir sett tímamörk þingsins í þeim efnum. Ég spyr hvort hún hafi einhverjar upplýsingar um það.